Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Hjá litlu félagsþjónustufyrirtæki voru fjarvistir eldri starfsmanna tíðar og margir þeirra voru lengi frá vinnu vegna veikinda. Fyrirtækið ýtti tilraunaverkefni úr vör til að halda í þessa reynslumiklu starfsmenn. Verkefnið, sem unnið var í nánu samstarfi við starfmennina sjálfa, miðaði að því endurskipuleggja störf þannig að þeir væru síður frá vinnu.

Stór kolanáma glímdi við síauknar veikindafjarvistir starfsmanna og stoðkerfisvandamál. Fyrirtækið innleiddi áætlun um fjarvistastjórnun og heilsueflingu, m.a. fræðslu um mikilvægi heilsuverndar.

Mikið tilfinningalegt álag sem fylgdi starfsemi lítils félagsþjónustufyrirtækis gerði það að verkum að starfsmenn þjáðust af mikilli streitu og kulnun í starfi. Fyrirtækið varð að bæta vinnuaðstæður til að minnka starfsmannaveltu.

Fyrirtæki í flugvallaþjónustu er með 500 starfsmenn í vinnu; meira en helmingur þeirra er í vaktavinnu. Á undanförnum árum hafa fjarvistir vegna veikinda og örorku aukist stöðugt. Þar sem umtalsverður kostnaður fylgdi fjarvistum ákváðu stjórnendur því að grípa til aðgerða til að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs hjá starfsmönnum og bæta heilsufar almennt.

Stórt alþjóðafyrirtæki innleiddi áætlun um heilsueflingu til að gera vinnustaði sína heilsusamlegri fyrir alla starfsmenn, óháð aldri. Stjórnendur gerðu sér ljóst að fjölbreyttra aðgerða var þörf til að hvetja starfsmenn til dáða.

Næstum einn þriðji af starfsmönnum meðalstórrar sementsverksmiðju er eldri en 50 ára. Þar sem alvarleg vinnuslys eru tíðari meðal eldri starfsmanna varð fyrirtækið að grípa til aðgerða og ákvað að gera vinnustaðinn heilnæmari og öruggari fyrir alla starfsmenn.

Af 600 starfsmönnum framleiðslufyrirtækis eru 20% eldri en 57 ára. Framleiðsluferlið krefst gríðarlegrar sérhæfingar sem gerir ráðningu og þjálfun nýrra starfsmanna kostnaðarsama. Fyrirtækið innleiddi mentoraáætlun til að tryggja samfelldni í framleiðslunni, minnka starfsmannaveltu og halda dýrmætri færni og reynslu í fyrirtækinu.

Starfsmenn saumastofu með 3000 manns í vinnu kvörtuðu undan starfinu og starfsumhverfinu. Mikið var um einhæfar hreyfingar sem ollu augnþreytu og váhrif voru af völdum hávaða og titrings. Þetta hafði slæm áhrif á afurðirnar sem leiddi til kvartana frá viðskiptavinum. Fyrirtækið ákvað að taka á vandanum með því að bæta vinnuumhverfið.

Hjá litlu byggingafyrirtæki glímdi stór hluti starfsmanna við heilsubrest vegna þess álags sem fylgdi mikilli erfiðisvinnu útivið. Þar sem starfsmennirnir voru að reskjast héldu meiðsli og þremur af hverjum tíu starfsmönnum reglulega heima og í veikindaleyfi. Stjórnendur fyrirtækisins urðu að bregðast við.

Meirihluti starfsmanna hjá málarafyrirtæki eru eldri en 55 ára. Þar sem miklar fjarvistir eru vegna veikinda og þar sem starfsmenn fóru snemma á eftirlaun stóð fyrirtækið frammi fyrir skorti á starfsfólki. Stjórnendur fyrirtækisins komust í raun um að þeir þyrftu að innleiða áætlun um til að styðja eldri starfsmenn sína.