Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Heildrænar aldurstengdar ráðstafanir

Næstum einn þriðji af starfsmönnum meðalstórrar sementsverksmiðju er eldri en 50 ára. Þar sem alvarleg vinnuslys eru tíðari meðal eldri starfsmanna varð fyrirtækið að grípa til aðgerða og ákvað að gera vinnustaðinn heilnæmari og öruggari fyrir alla starfsmenn.

Fyrirtækið tók á þeim vandamálum sem tengdust eldri starfsmönnum en bætti um leið aðstæður allra starfsmanna. Auk almennra vinnuverndarráðstafana s.s. reglulegs áhættumats, stofnun heilbrigðisnefndar og reglulegra heilsufarsskoðana, þá mat fyrirtækið sérstaklega hættur sem steðjuðu að eldri starfsmönnum og aðlagaði vinnustaðinn að þörfum þeirra. Um leið innleiddi fyrirtækið heilsueflingu á vinnustaðnum, m.a. með fræðslu um heilbrigðismál, hollum mat í mötuneytinu og sjúkraþjálfun fyrir þá sem stríddu við hreyfi- eða stoðkerfisvandamál. 

Markmið fyrirtækisins var að koma í veg fyrir öll slys og  í desember 2013 tilkynnti fyrirtækið að engar fjarvistir hefðu orðið vegna slysa í heil fjögur ár. Fyrirtækið ákvað innleiða heilsuverndarstefnu í alla birgðakeðjuna.

Lesa meira