Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Heilsuefling fyrir starfsmenn á öllum aldri

Stórt alþjóðafyrirtæki innleiddi áætlun um heilsueflingu til að gera vinnustaði sína heilsusamlegri fyrir alla starfsmenn, óháð aldri. Stjórnendur gerðu sér ljóst að fjölbreyttra aðgerða var þörf til að hvetja starfsmenn til dáða.

Ákveðið var að leggja áherslu á næringu, líkamsrækt og streitustjórnun. Að sama skapi var heilsueflingaráætlunin sveigjanleg til að ná til sem flestra starfsmanna. Fyrirlestrar og læknisskoðanir höfðu til eldri starfsmanna en yngri samstarfsmenn nýttu sér frekar tölvur og smáforrit til að fá yfirsýn yfir mataræði sitt og hreyfingu. Sett voru skýr, mælanleg markmið fyrir hvern starfsmann og hvern vinnustað fyrir sig og vinnustaðirnir kepptu í heilbrigði!

Heilsueflingin skilaði góðum árangri. Starfsmenn fræddust um heilbrigðan lífsstíl, þeir voru í betra formi og streita á vinnustaðnum minnkaði. 

Lesa meira