Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Heilsuefling á vinnustað

Stór kolanáma glímdi við síauknar veikindafjarvistir starfsmanna og stoðkerfisvandamál. Fyrirtækið innleiddi áætlun um fjarvistastjórnun og heilsueflingu, m.a. fræðslu um mikilvægi heilsuverndar.

Áætlunin beindist að öllum starfsmönnum og öllum deildum, bæði námuverkamönnum og stjórnendum. Áætlunin fól í sér samtöl við starfsmenn sem sneru aftur til starfa eftir veikindi þar sem reynt var að greina starfstengdar orsakir fjarvista. Samtölin leiddu í ljós hvaða aðlögunar var þörf og hvernig bæta mætti vinnuaðstæður. Fyrirtækið gerði vinnuvistfræðilegar breytingar, breytingar til að efla starfsandann og fjölgaði hléum. Einnig var boðið upp á þjálfun, reglulegar læknisskoðanir og bólusetningar og styrkir veittir til íþróttaiðkunar.

Áætlunin styrkti forvarnir og greindi sjúkdóma og kvilla, einkum í hreyfi- og stoðkerfi, áður en í óefni var komið. Hún dró einnig úr fjarvistum og slysum fækkaði.

Lesa meira