Dæmi um fyrirmyndarverkefni
Áætlun um aldursstjórnun

Meirihluti starfsmanna hjá málarafyrirtæki eru eldri en 55 ára. Þar sem miklar fjarvistir eru vegna veikinda og þar sem starfsmenn fóru snemma á eftirlaun stóð fyrirtækið frammi fyrir skorti á starfsfólki. Stjórnendur fyrirtækisins komust í raun um að þeir þyrftu að innleiða áætlun um til að styðja eldri starfsmenn sína.
Til að greina þarfir þeirra innleiddi áætlunin starfsframaáætlanir og frammistöðumat fyrir starfsmenn eldri en 55 ára. Heildarfærni starfsmanna var aukin með því að yngri og eldri starfsmenn voru leiddir saman samkvæmt sérstakri áætlun um tilfærslu þekkingar. Stjórnendur fengu þjálfun í
Aldursstjórnun leggur áherslu á að tekið sé tillit til aldurs við daglega stjórnun, þar á meðal vinnuskipulag og verkefni einstakra starfsmanna svo allir, óháð aldri, geti náð eigin markmiðum og markmiðum fyrirtækisins. Aldurstjórnun á einnig við um allsherjarstefnumótun stjórnvalda varðandi eldra starfsfólk í kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum almennt.
Helstu þættir aldursstjórnunar eru:
- Áhersla á forvarnir frekar en að bregðast við þegar í óefni er komið;
- Áhersla á alla starfsævina og alla aldurshópa, ekki aðeins eldri starfsmenn; og
- Heildræn nálgun sem nær yfir alla þá þætti sem stuðla að skilvirkri aldursstjórnun.
Áætlunin virkaði vegna þess að hún tók á þörfum eldri starfsmanna á fjölbreyttan hátt – m.a. endurmenntunarþörf þeirra og áhættu á vinnustað og tryggði þeim nauðsynlegan stuðning. Einnig skipti máli að áætlun ítrekaði mikilvægi eldri starfsmanna með því að leggja áherslu á reynslu þeirra. Fjarvistum fækkaði um helming og eldri starfsmenn gátu unnið lengur þannig að eftirlaunaaldur hækkaði smám saman.