Dæmi um fyrirmyndarverkefni
Aldurstengt áhættumat

Hjá litlu byggingafyrirtæki glímdi stór hluti starfsmanna við heilsubrest vegna þess álags sem fylgdi mikilli erfiðisvinnu útivið. Þar sem starfsmennirnir voru að reskjast héldu meiðsli og þremur af hverjum tíu starfsmönnum reglulega heima og í veikindaleyfi. Stjórnendur fyrirtækisins urðu að bregðast við.
Fyrirtækið samdi við háskóla á staðnum um að framkvæma áhættumat. Rannsakendur unnu með fyrirtækinu í sex mánuði, fylgdust með starfsmönnum, greindu verkferla og vinnuaðferðir og ráðfærðu sig við starfsmenn um mögulegar lausnir.
Virk þátttaka starfsmanna í ferlinu skipti sköpum því þannig deildu þeir ábyrgðinni með háskólanum, sem veitti sérfræðiþekkinguna. Starfsmennirnir fengu nýjan búnað til að minnka erfiðisvinnu og þjálfun í skrifstofuvinnu til að minnka hið líkamlega álagi.