Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Þróun sérsniðinna, einstaklingsmiðaðra lausna

Hjá litlu félagsþjónustufyrirtæki voru fjarvistir eldri starfsmanna tíðar og margir þeirra voru lengi frá vinnu vegna veikinda. Fyrirtækið ýtti tilraunaverkefni úr vör til að halda í þessa reynslumiklu starfsmenn. Verkefnið, sem unnið var í nánu samstarfi við starfmennina sjálfa, miðaði að því endurskipuleggja störf þannig að þeir væru síður frá vinnu.

Þeir starfsmenn sem tóku þátt í verkefninu áttu ítarlegar samræður við yfirmenn sína (farið var eftir sérsömdum spurningalista) til að greina kosti og galla starfs síns. Í samstarfi við mannauðsstjórann þróuðu þeir svo nýja starfslýsingu sem hentaðu getu þeirra betur og fengu viðeigandi þjálfun til að gegna hinu nýja starfi. Starfsmenn sem höfðu gaman af mannlegum samskiptum voru t.d. fluttir í störf sem kröfðust samskipta við skjólstæðingana en aðrir fóru að vinna við áætlanagerð og öryggismál. 

Af þeim sex starfsmönnum sem tóku þátt í verkefninu sneru fimm aftur til nýs starfs sem þeir höfðu hannað í samvinnu með mannauðsstjórann. Fjarvistum fækkaði um 48% og áhugahvöt starfsmanna jókst umtalsvert þar sem þeir fengu að vinna við þann hluta starfseminnar sem þeir höfðu ánægju af. Skjólstæðingarnir voru einnig ánægðari með þjónustuna.

Lesa meira