Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Mentoraáætlun

Af 600 starfsmönnum framleiðslufyrirtækis eru 20% eldri en 57 ára. Framleiðsluferlið krefst gríðarlegrar sérhæfingar sem gerir ráðningu og þjálfun nýrra starfsmanna kostnaðarsama. Fyrirtækið innleiddi mentoraáætlun til að tryggja samfelldni í framleiðslunni, minnka starfsmannaveltu og halda dýrmætri færni og reynslu í fyrirtækinu.

Fyrst myndaði fyrirtækið myndaði starfshóp til að stuðla að jafnrétti og virðingu á vinnustaðnum. Starfshópurinn starfaði á grundvelli  mentoraáætlunarinnar sem kenndi yngri starfsmönnum að meta reynslu eldri samstarfsmanna. Starfsmenn á öllum aldri og í öllum deildum tóku þátt í verkefninu og voru hvattir til að deila þekkingu sinni og reynslu með samstarfsmönnum. Mentorar funduðu reglulega með yfirstjórninni til að tryggja að áætlunin stæði undir væntingum. Þessi opnu samskipti bættu starfsandann og gerðu það að verkum að starfsmenn öðluðust betri skilning á starfi og færni samsstarfsmanna. 

Áætlunin skilaði góðum árangri. Eldri starfsmenn töldu yngri starfsmenn koma fram við sig af meiri virðingu en áður og sögðust jafnframt skilja betur hvers vegna verkum var stundum úthlutað eftir líkamlegri getu. Mestu skipti að innleiðing sveigjanlegs vinnutíma fyrir starfsmenn eldri en 55 ára skapaði ekki neikvætt andrúmsloft á vinnustaðnum. Yngri starfsmönnum fannst þeir læra gagnlega hluti af eldri samstarfsmönnum þannig að þeir urðu skilvirkari og jafnvægi milli vinnu og einkalífs var bætt. Aukin færni starfsmanna fyrirtækisins leiddi af sér jákvæðar breytingar á starfs- og ábyrgðarsviðum, tryggði samfelldni í framleiðslu og gerði það að verkum að fyrirtækinu hélst betur á góðu starfsfólki. 

Lesa meira