Dæmi um fyrirmyndarverkefni
Aðlögun vinnuskilyrða

Starfsmenn saumastofu með 3000 manns í vinnu kvörtuðu undan starfinu og starfsumhverfinu. Mikið var um einhæfar hreyfingar sem ollu augnþreytu og váhrif voru af völdum hávaða og titrings. Þetta hafði slæm áhrif á afurðirnar sem leiddi til kvartana frá viðskiptavinum. Fyrirtækið ákvað að taka á vandanum með því að bæta vinnuumhverfið.
Vandamál voru greind með mati á einstökum vinnustöðvum og verkskipulagi. Fyrirtækið fékk einnig utanaðkomandi ráðgjafa til liðs við sig til að skoða vinnustaðinn og endurhanna verkferla. Vinnuveitandinn fjárfesti í nýjum, hljóðlátari vélum og betri lýsingu. Verkskipulagið var bætt til að draga úr líkamlegu álagi.
Umbæturnar leiddu til þess að fjarvistum fækkaði og gæði afurðanna jukust m.a. vegna bættrar lýsingar. Kvörtunum viðskiptavina og starfsmanna fækkaði um 70%.