VISSIR ÞÚ AÐ...?

Hætta á elliglöpum minnkar um 11% fyrir hvert viðbótarár af menntun.

Pablo Casals, einn fremsti sellóleikari allra tíma, æfði sig á hljóðfærið í fjóra til fimm tíma á dag þegar hann var á tíræðisaldri. Þegar hann var spurður hvers vegna hann æfði sig svo stíft svona gamall svaraði hann, „Vegna þess að mér finnst mér fara fram.“

Katsusuke Yanagisawa, fyrrverandi barnakennari, var 71 árs þegar hann varð elstur manna til að klífa Everest.

Elsti starfandi heimilislæknirinn sem vitað er um var 100 ára gamall. Indverski læknirinn Kauromal M. Chandiramani (fæddur 9. maí 1899) starfaði sem heimilislæknir í Bombay í 75 ár.

Roy Kroc var 52 gamall, sykursjúkur og gigtveikur, þegar hann gekk til liðs við fyrirtækið McDonald's og gerði það að stærstu skyndibitakeðju heims. Roy tók þátt í rekstri fyritækisins þar til hann lést árið 1984, 82 ára gamall.

Hið heimsþekkta skáld og rithöfundur Goethe skrifaði til dauðdags. Hann lauk frægustu bók sinni, Fást, þegar hann var 82 gamall, árið sem hann lést.

Elsta manneskjan sem hefur nokkru sinni lokið doktorsgráðu er 102 ára gömul þýsk kona.

Stanislaw Kowalski (104 ára) er elsti spretthlaupari sem hefur keppt í 100m hlaupi. Í keppni í Póllandi árið 2014 hljóp hann 100m á 32,79 sekúndum.

Barbara Hilary, sem hafði sigrast á krabbameini, var 75 ára gömul þegar hún komst á Norðurpólinn. Þar með varð hún fyrsta svarta konan til að vinna það afrek og einhver elsti Pólfarinn.

Norman Lloyd er 100 ára gamall Hollywood-leikari. Nýjasta mynd hans var frumsýnd árið 2015. Hann hefur unnið í kvikmyndabransanum í meira en 80 ár.

Það að sitja í fimm klukkustundir eða lengur á dag getur verið jafnslæmt fyrir heilsuna og að reykja pakka af sígarettum á dag.

Á hverri einustu mínútu fagna tveir jarðarbúar sextugsafmæli sínu.

Sviss er efst á lista Global AgeWatch-vísitölunnar sem mælir efnagsleg og félagsleg gæði eldra fólks. Noregur, Svíþjóð, Þýskaland og Kanada fylgja fast á eftir en Ísland er í sjöunda sæti.

Píanóleikarinn Arthur Rubinstein var 89 ára þegar hann hélt eina af sínum bestu tónleikum í Carnegie Hall.

Í Lissabon er boðið upp á graffítínámskeið fyrir 65 ára og eldri.

Fauja Singh er elsti maraþonhlaupari heims. Hann hljóp síðasta maraþonið þegar hann var 101 árs. Elsti kvenmaraþonhlauparinn er 92 ára, hún lauk síðasta maraþoni sínu í júní 2015.

Yngri starfsmenn lenda oftar í slysum en þeir sem eldri eru. Hins vegar hljóta eldri stafsmenn alvarlegri meiðsl þegar þeir slasast á annað borð og dauðaslys meðal þeirra eru tíðari.

í ESB eru nú fjórir einstaklingar á vinnualdri fyrir hvern eftirlaunaþega (65 ára og eldri). Árið 2060 verða þeir aðeins tveir.

Árið 2080 verða 12,3% ESB-búa yfir áttræðu - hlutfallið var 5,1% árið 2014.

Í Evrópu er flest fólk 65 ára og eldra á Ítalíu (21,4% árið 2014), í Þýskalandi (20,8%) og Grikklandi (20,5 %). Ítalía er jafnframt það land í ESB þar sem hlutfall aldraðra hækkar örast. Hagstofan gerir ráð fyrir að hlutfall 65 ára og eldri fari fyrst yfir 20 prósent af heildarmannfjölda á Íslandi árið 2035.

Mikaelangeló var 88 ára þegar hann hannaði Kirkju heilagrar Maríu englanna í Róm.

In-numru ta' persuni mad-dinja kollha li għandhom 60 sena jew aktar kien 605 miljun fl-2000 u huwa mistenni li jiżdied għal 2 biljuni sal-2050. Dan huwa kważi ugwali għall-popolazzjoni sħiħa taċ-Ċina, l-Istati Uniti, ir-Russja u l-Ġappun ikkombinati.

Í ESB eru lífslíkur við fæðingu hæstar á Spáni (83,2 ár), Ítalíu (82,9 ár) og Kýpur (82,5 ár). Á Möltu getur fólk búist við að eyða stærstum hluta ævi sinnar við góða heilsu (72,7 ár fyrir konur og 71,6 ár fyrir karla). Árið 2014 voru lífslíkur íslenskra karla 80.8 ár og kvenna 83,7 ár.

Árið 2060 verður fólk á níræðisaldri sá aldurshópur sem stækkar hraðast.

Það hvort eldra fólk heldur heilsu eða ekki ræðst að einhverju leyti af meðfæddum eiginleikum en umhverfið og félagslegir þættir, og áhrif þeirra á tækifæri fólks í lífinu og lífstíl, (mataræði, hreyfing, reykingar, áfengisneysla) skipta sköpum.

Líffræðileg öldrun er aðeins laustengd lífaldri. Fólk á áttræðisaldri getur haft líkamlegt og andlegt atgervi á við fólk um tvítugt.

Ýmis vitsmunafærni eykst gjarnan fram að sextugu, s.s. greind, þekking, tungumálakunnátta og færni til að leysa flókin úrlausnarefni.

Meira en 60% fimmtugs fólks og eldra telur sig aldrei hafa verið í betra formi.

Nær einn af hverjum fimm starfsmönnum eldri en 50 ára telur sig verða ófæran um að sinna sama starfi þegar 60 ára aldri er náð.

Helstu áskoranir sem starfsmenn eldri en 55 ára glíma við í Evrópu eru: Fá tækifæri til símenntunar, neikvæðar staðalímyndir af hálfu yngri samstarfsmanna og að fá ekki að minnka við sig vinnu smátt og smátt.

Gert er ráð fyrir að á næstu 50 árum muni Evrópubúum á vinnualdri fækka um nær 42 milljónir (sem jafngildir nær öllum Spánverjum).

Árið 2014 var hæsta atvinnuhlutfall fólks á aldrinum 55-64 ára í ESB að finna í Svíþjóð (74,0%), þar á eftir fylgdu Þýskaland (65,5%) og Eistland (64,0%). Atvinnuþátttaka 55–64 ára á Íslandi er sú mesta í OECD - 83,9% árið 2015.