Öryggi og heilbrigði á vinnustað með tilliti til hækkandi aldurs starfsfólks

Employer

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Öryggi og heilbrigði á vinnustað með tilliti til hækkandi aldurs starfsfólks

Lögbundnar skyldur

Atvinnurekendum ber samkvæmt lögum að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ber atvinnurekendum skylda til þess að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Þessi áætlun skal fela í sér sérstakt áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Áætlunin skal fela í sér að gerðar séu úrbætur í samræmi við niðurstöður áhættumatsins sem og eftirfylgni að úrbótum loknum.   

Í ESB ber vinnuveitendum einnig að tryggja jafnræði starfsfólks og mismunun vegna aldurs eða fötlunar er bönnuð. Sérstök ákvæði um bann við mismunun í starfi á grundvelli aldurs eða fötlunar vantar enn í íslenska löggjöf. 

Meginreglan um jafnrétti kemur þó ekki í veg fyrir að vinnuveitendur geti gripið til sérstakra ráðstafana til að vega upp á móti hindrunum sem tengjast aldri eða

Fötlun telst í þessu samhengi líkamleg eða andleg hömlun sem getur haft áhrif á frammistöðu starfsmanns. Langvarandi eða langvinnir sjúkdómar geta talist til fötlunar. (Heimildir)

. Þetta nær til vinnuverndaraðgerða sem og aðgerða sem miða að því að gera eldra fólki og fötluðu fólki að taka þátt á vinnumarkaði. 

Tillit tekið til aldurs og fjölbreytileika við áhættumat

Samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati. Markmiðið er að stuðla að öryggi og heilbrigði starfsfólks og koma í veg fyrir heilsutjón vegna vinnunnar eða vinnuumhverfisins.  Mat á áhættu skal ná til allra þeirra þátta í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á heilsu og öryggi. Sérstaklega skal litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi starfsfólks sé hætta búin. Þegar áhættumat gefur til kynna að vandamál sé fyrir hendi skal atvinnurekandi grípa til nauðsynlegra forvarna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á atvinnutengdu heilsutjóni. (Heimildir)

er hornsteinn skilvirkrar vinnuverndar. Við framkvæmd áhættumats er mikilvægt að taka fjölbreytileika vinnuaflsins með í reikninginn og gefa þeim starfsmönnum sérstakan gaum sem kunna að eiga undir högg að sækja: t.d. ungmenni, eldri starfsmenn, fatlað fólk og konur. 

Aldur er einn þáttur fjölbreytileika og við áhættumat verður að taka tillit til ákveðinna aldurstengdra áhættuþátta. Þegar um yngra starfsfólk er að ræða er áhætta meðal annars fólgin í reynsluleysi og hjá eldra starfsfólki er áhætta tengd hugsanlegum breytingum á líkamlegri og andlegri getu. 

Fólk er afar ólíkt að því er varðar heilbrigði og líkamlega burði og þessi munur eykst með aldrinum. Af þeim sökum er brýnt að setja ekki alla jafnaldra undir sama hatt. 

Þegar kemur að áhættumati er nauðsynlegt að:

  • Það sé framkvæmt og endurskoðað reglulega;
  • Taka tillit til allra þeirra verkþátta sem tilheyra tilteknum störfum;
  • Úrbætur byggi á getu og raunverulegri áhættu en ekki aldri eingöngu; og
  • Bjóða reglulega upp á læknisskoðun.

Nánari upplýsingar um aldurstengt áhættumat er að finna hér.

Aðlögun á vinnustað

Á grundvelli áhættumatsins gæti vinnuveitandi þurft að breyta  vinnustaðnum til að koma til móts við skerta getu og heilsubrest starfsfólks. Byggja skal úrræði á raunverulegri áhættu og getu starfsmanna en ekki aldri þeirra eingöngu. 

Dæmi um aðlögun á vinnustað:

  • Breytingar á fyrirliggjandi búnaði eða kaup á nýjum til að koma í veg fyrir eða minnka að byrðar séu handleiknar, til að fækka einhæfum og erfiðum hreyfingum og til að koma í veg fyrir óheilnæma líkamsstöðu;
  • Stillanlegar vinnustöðvar sem henta notendum á öllum aldri;
  • Starfsmenn skiptast á að vinna tiltekin verk;
  • Reglulegir eða einhæfir verkþættir eru gerðir sjálfvirkir;
  • Breyting á vaktakerfi; og
  • Stillanleg innanhúslýsing.

Brýnt er að aðlögun á vinnustað byggi á áhættumati og að ferlið sé virkt og samfellt alla starfsævina. Góð vinnustaðahönnun og gott vinnufyrirkomulag gagnast starfsfólki á öllum aldri.

Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Hér (vinnuverndarhluti) má lesa nánar um aldurstengdar breytingar á starfsgetu, hugsanlegum áhrifum þeirra og hvernig vinnuvernd getur nýst í þessu samhengi. 

Heildræn nálgun á öryggi og heilbrigði á vinnustað og starfsgetuhugtakið

Vinnuvernd krefst heildrænnar nálgunar sem tekur til ólíkra þátta sem hafa áhrif á starfsgetu eldra starfsfólks. Starfsgetuhugtakið byggir á slíkri nálgun. Lestu meira um starfsgetuhugtakið hér (næsti kafli).