Leiðir til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu

Employer

4: Endurkoma til vinnu

Leiðir til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu

Eftirfarandi þættir stuðla að farsælli endurkomu fólks til vinnu eftir veikindi eða slys:  

  • Mótuð stefna og vinnuferli um endurkomu til vinnu: Brýnt er að vinnuveitendur móti stefnu um endurkomu til vinnu sem er nátengd vinnuverndarstefnu og stefnum um fjarvistastjórnun og fatlaða starfsmenn. Stefnan getur t.d. lýst hlutverki og ábyrgðarsviði þeirra sem koma að ferlinu, verklagi við samskipti við veikt starfsfólk og aðgerðum sem grípa má til þegar nauðsynlegt er að laga vinnustaðinn/starfið að breyttri starfsgetu. 
  • Snemmtæk íhlutun og áætlun um endurkomu til vinnu eins fljótt og auðið er: Meiri líkur eru á farsælli endurkomu til vinnu þegar ráðstafanir eru gerðar í upphafi fjarvistartímabils. Brýnt er að breyta starfinu/vinnustaðnum með tilliti til heilsubrests starfsmanns svo hann geti snúið aftur til vinnu eins fljótt og auðið er.
  • Einstaklingsmiðaðar lausnir: Ráðstafanir til að hjálpa starfsmanni að snúa aftur til vinnu á að sníða að persónulegum þörfum hans og getu. Breytingar á vinnutíma, vinnustöð eða starfskröfum ættu þannig að taka mið af getu viðkomandi – almennar ráðstafanir þar sem allir eru settir undir einn hatt eru ekki nærri eins árangursríkar.
  • Áhersla á getu frekar en örorku: Í stað þess að einblína á hvað einstaklingurinn getur ekki er lögð áhersla á það sem hann getur og

    Lýsa má starfsgetu sem jafnvæginu á milli líkamlegrar og andlegrar getu starfsmanns og starfstengdra krafna. Einkalífið hefur einnig áhrif á starfsgetu. Einstaklingsbundnir eiginleikar skiptast í eftirfarandi þætti: (1) heilsu og starfshæfi; (2) hæfni og færni; (3) gildi, viðhorf og áhugahvöt. Vinnutengdir þættir eru eðli starfsins, vinnuumhverfið, vinnuskipulagið og stjórnun á vinnustaðnum. (Heimildir)

    hans metin út frá því og þeirri vinnu sem hann gæti unnið miðað við þá þekkingu og getu sem hann býr yfir. 
  • Heildræn nálgun: Aðgerðir til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu verða að taka mið af fjölda ólíkra þátta, allt frá vinnuvistfræðilegum þáttum til félagslegra og einstaklingsbundinna aðstæðna starfsmannsins (t.d. hversu langt þarf að sækja læknismeðferð, hvernig samskiptum við vinnufélagana er háttað, o.s.frv.). 
  • Samskipti og sameiginleg markmið: Vinnuveitendur gegna lykilhlutverki í aðgerðum til að tryggja endurkomu til vinnu en aðrir aðilar, svo sem starfsmaðurinn sjálfur, mannauðsstjórnendur, sérfræðingar í vinnuvernd, læknar, stéttarfélög og velferðarkerfið allt, þurfa að starfa saman og taka virkan þátt í ferlinu til að tryggja skjóta og farsæla endurkomu til vinnu.  

Meira um breytingar á vinnufyrirkomulagi til að auðvelda farsæla endurkomu til vinnu (vinnuverndarhluti).

Dæmi um fyrirmyndarverkefni