Vinnuvernd og endurkoma til vinnu

OSH Professional

4: Endurkoma til vinnu

Vinnuvernd og endurkoma til vinnu

Endurkoma til vinnu er hugtak sem nær yfir allar aðgerðir sem miða að því að hjálpa einstaklingi með skert starfshæfi eða -getu vegna örorku, veikinda eða öldrunar að snúa aftur til vinnu eftir fjarvistir. (Heimildir)

er einstaklingsbundið ferli og þær vinnuverndarráðstafanir sem hún krefst geta verið afar mismunandi. Starfsmaðurinn gæti þurft á sjúkraþjálfun eða starfsþjálfun að halda (t.d. til að öðlast nýja færni ef hann getur ekki sinnt sama starfi og áður) og breyttur vinnutími gæti hjálpað honum að endurheimta fyrra þrek eða komið í veg að hann ferðist til og frá vinnu á háannatíma. Aðlögun á vinnustað til að minnka líkamlegt álag gæti líka verið þáttur í farsælli endurkomu til vinnu. 

Mikilvægi áhættumats

Sérfræðingar í vinnuvernd geta stutt starfsmenn til að snúa farsællega aftur til vinnu með því að gera áhættumat til að greina þætti sem gætu haft áhrif á starf þeirra eða orðið fyrir áhrifum af því. Eftirfarandi eru dæmi um atriði sem áhættumatið gæti varpað ljósi á: 

  • Stofnar starfið heilsu starfsmannsins í frekari hættu (t.d. vinnuálag eða vaktavinna)?
  • Getur starfmaðurinn ekki lengur sinnt starfinu á öruggan og skilvirkan hátt? (Getur hann t.d. ekki lengur unnið í mikilli hæð því hætta er á því að hann svimi eða missi meðvitund).
  • Er starfsmaðurinn enn undir læknishöndum?  
  • Geta lyf sem starfsmaðurinn tekur haft áhrif á starfsgetu hans?

Aðlögun á vinnustað

Tímabundin aðlögun á vinnustað getur hjálpað starfsmanni á meðan hann jafnar sig eftir veikindi eða slys.  Ef um varanlega skerðingu er að ræða gæti þurft að aðlaga vinnustaðinn til framtíðar og gera varanlegar ráðstafanir  til að koma til móts við skerta starfsgetu hans. 

Dæmi um breytingar á vinnustað:

  • Aðlögun á vinnustöð (búnaður fínstilltur til að bæta öryggi eða vinnusvæðið gert aðgengilegra o.fl.);
  • Sveigjanlegur vinnutími (til að sækja endurhæfingu eða læknismeðferð); eða 
  • Minnkað vinnuálag (t.d. með tilfærslu á verkefnum).

Forsendur farsællar endurkomu til vinnu (mannauðshluti).

Dæmi um fyrirmyndarverkefni.