Hvað er heilsuefling á vinnustað?

HR Manager

3: Heilsueflandi vinnustaðir

Hvað er heilsuefling á vinnustað?

Atvinnurekendum ber samkvæmt lögum að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað (sjá þema 2). Samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ber atvinnurekendum skylda til að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum og skal hún marka stefnu um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Þessi áætlun skal fela í sér sérstakt áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Áætlunin skal fela í sér að gerðar séu úrbætur í samræmi við niðurstöður áhættumatsins sem og eftirfylgni að úrbótum loknum.  Heilsuefling á vinnustað er ekki lagaleg skylda en margir atvinnurekendur kjósa að ganga lengra en lögin kveða á um og efla heilsu starfsmanna sinna með ýmsum ráðum því þeir telja að slíkt skili sér í ánægðara og heilbrigðara starfsfólki sem vinni vel. Heilsuefling á vinnustað tekur þannig á ýmsum þáttum sem falla ekki endilega beint undir vinnuverndarlöggjöf. 

Evrópska samstarfsnefndin um heilsueflingu á vinnustöðum hefur skilgreint heilsueflingu á vinnustöðum sem sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls sem miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að stöðugum þroska einstaklingsins. Heilsueflingu á vinnustöðum er 

ætlað að efla mannauð vinnustaða með bættri heilsu og líðan. 

Heilsuefling á vinnustað tekur m.a. til:

  • Heilbrigðisfræðslu og þjálfunar;
  • Jafnvægis milli vinnu og einkalífs (félagsleg tengsl, velferð fjölskyldunnar, hvernig ferðast er til og frá vinnu);
  • Streitu og andlegrar líðanar; og
  • Lífsstíls (næring, líkamsrækt, reykingar og áfengisneysla).

Hlutverk mannauðsstjórans 

Mannauðsstjórinn gegnir lykilhlutverki, ásamt yfirstjórn, í mótun og innleiðingu  áætlunar um heilsueflingu á vinnustað.

Kostir heilsueflingar á vinnustað (næsti kafli)