Ávinningur af heilsueflandi vinnustöðum
Heilsusamlegt vinnuumhverf, þar sem heilsuefling eykur þekkingu og getu starfsfólks til að hafa áhrif á eigin heilsu, skila ávinningi fyrir hvort tveggja starfsfólkið og atvinnurekandann. Heilsuefling hefur marga kosti í för með sér fyrir vinnustaðinn, t.d.:
- Bætta heilsu og vellíðan starfsfólks;
- Minni fjarvistir og minni starfsmannaveltu;
- Minni kostnað við heilbrigðisþjónustu og tryggingar;
- Styrkari ráðningarsambönd;
- Bættan starfsanda og betra andrúmsloft á vinnustað;
- Meiri framleiðni og aukin afköst; og
- Betri ímynd fyrirtækis eða stofnunar.
Ávinningur af heilsueflingu fyrir starfsfólk er:
- Bætt heilsa og vellíðan;
- Aukin starfsánægja;
- Minni streita og betri tæki til að glíma við streitu; og
- Betri þekking á heilsuvernd og aukin geta til að hlúa að heilsunni.
Í næsta kafla er að finna nánari upplýsingar um hvað þarf til að áætlun um heilsueflingu á vinnustað skili árangri.