Hvers vegna er farsæl endurkoma til vinnu brýnt úrlausnarefni?
Vinnuaflið eldist stöðugt og því verða aðgerðir til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys sífellt stærri þáttur í mannauðsstjórnun. Það borgar sig fyrir vinnuveitendur að halda í reynda starfsmenn, jafnvel þótt breyta þurfi vinnustaðnum til að koma til móts við þarfir þeirra þegar þeir eldast.
Brýnt er að móta skýra stefnu um endurkomu til vinnu sem er nátengd vinnuverndarstefnu og stefnum um fjarvistastjórnun og fatlaða starfsmenn. Stefnan getur t.d. lýst:
- Hlutverkum og ábyrgðarsviði þeirra sem koma að ferlinu;
- Verklagi við samskipti við starfsmanninn; og
- Aðlögun á vinnustað til að auðvelda endurkomu starfsmannsins.
Saman eiga vinnuveitandinn, starfsmaðurinn, öryggistrúnaðarmaðurinn og mannauðsstjórinn að gera raunhæfa áætlun um skjóta og farsæla endurkomu til vinnu og tryggja að áætluninni sé fylgt.
Snemmtæk íhlutun
Meiri líkur eru á farsælli endurkomu til vinnu þegar ráðstafanir eru gerðar strax í upphafi fjarvistartímabils. Vinna ætti að endurkomu samhliða læknismeðferð(að teknu tilliti til persónuverndarsjónamiða), endurhæfingu eða starfsendurhæfingu eftir því sem við á. Þeim mun lengur sem starfsmenn eru frá vinnu þeim mun erfiðara finnst þeim að snúa aftur og líkur á árangursríkri starfsendurhæfingu minnka hlutfallslega.
Hvernig má tryggja farsæla endurkomu til vinnu? (Næsti kafli)