Hvernig getur vinnan hjálpað mér að ná bata?
Vinna getur stuðlað að bata
Það gerir fólki sem er að ná sér eftir veikindi eða slys gott að snúa aftur til vinnu eins fljótt og auðið er. Vinnan getur haft læknandi áhrif og stuðlað að bata. Það er mikilvægt að ferli endurkomu til vinnu hefjist sem fyrst því eftir því sem starfsmenn eru lengur frá vinnu þeim mun erfiðara finnst þeim, bæði líkamlega og andlega, að snúa aftur og líkur á örorku aukast.
Farsæl
Endurkoma til vinnu er hugtak sem nær yfir allar aðgerðir sem miða að því að hjálpa einstaklingi með skert starfshæfi eða -getu vegna örorku, veikinda eða öldrunar að snúa aftur til vinnu eftir fjarvistir. (Heimildir)
Áætlun um farsæla endurkomu til vinnu byggir á þeirri hugmynd að gefandi og örugg vinna sé hluti af bataferlinu. Fjöldi aðila kemur að ferlinu en þú ert í aðalhlutverki.
Markmið áætlunar um endurkomu til vinnu er að þú snúir aftur til fyrra starfs. Þetta er þó ekki alltaf mögulegt á meðan á bataferli stendur og vinnuveitandinn gæti þurft að breyta vinnustaðnum eða vinnuskipulaginu til að koma til móts við þarfir þínar og hjálpa þér að haldast í vinnu. Aðlögunin getur falist í:
- Aðlögun á vinnustöð;
- Að bjóða upp á hjálpartæki;
- Endurkomu í áföngum (t.d. sveigjanlegur vinnutími eða hlutastarf);
- Fríum til að sækja læknis- eða sálfræðiþjónustu:
- Að verkþættir sem þú átt erfitt með eru færðir til annarra starfsmanna; og
- Breytingum á starfinu.
Hvaða get ég hert til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu? (næsti hluti)