Hvað get ég gert til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu?

Worker

4: Endurkoma til vinnu

Hvað get ég gert til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu?

Þekktu réttindi þín 

Mikilvægt er að þú þekkir rétt þinn og stefnu fyrirtækisins varðandi farsæla endurkomu til vinnu ef þú veikist eða slasast.

Mikilvægi samvinnu til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu

Farsæl

Endurkoma til vinnu er hugtak sem nær yfir allar aðgerðir sem miða að því að hjálpa einstaklingi með skert starfshæfi eða -getu vegna örorku, veikinda eða öldrunar að snúa aftur til vinnu eftir fjarvistir. (Heimildir)

felur yfirleitt í sér samstarf milli þín, vinnuveitanda þíns og starfsmanna heilbrigðisþjónustu og vinnuverndar. Hluti af þessu ferli er að móta áætlun um endurkomu til vinnu sem byggir á því sem þú ert fær um að gera. Þú og vinnuveitandinn mótið stefnuna í samráði við lækninn þinn aða annan heilbrigðisstarfsmann.

Brýnt er að vera í reglulegu sambandi við vinnuveitandann frá upphafi, jafnvel þótt stefni í langt veikindaleyfi. Þetta getur falið í sér:

  • Regluleg símtöl eða tölvupóstsamskipti; 
  • Að fá upplýsingar um hvað sé á döfinni á vinnustaðnum; og
  • Að ákveða hvaða upplýsingum um veikindi þín eða

    Fötlun telst í þessu samhengi líkamleg eða andleg hömlun sem getur haft áhrif á frammistöðu starfsmanns. Langvarandi eða langvinnir sjúkdómar geta talist til fötlunar. (Heimildir)

    má deila með starfsfólki og hverju eigi að halda leyndu. 

Virk þátttaka þín, t.d.  sýnilegur áhugi á því að snúa aftur til starfa eins fljótt og auðið er, skiptir sköpum til að tryggja farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys.

Dæmi um fyrirmyndarverkefni.