Hvað þurfum við að vita um öldrun?
Ólíkar hliðar öldrunar
Öldrun er flókið og samfellt ferli sem hefst með fæðingu og lýkur með dauða. Öldrun er fjölvídda ferli líffræðilegra, sálfræðilegra og félagslegra breytinga. Aldur einstaklings er yfirleitt skilgreindur í árum og mánuðum ( Lífaldur er aldur einstaklings í árum frá fæðingu og fram að gefinni dagsetningu. ), en aldur er flóknari en svo:
Einstaklingi sem er 57 ára gamall samkvæmt lífaldri kann að líða eins og hann sé 50 ára (sálfræðilegur aldur), hann getur verið í jafngóðu formi og 45 ára ( Virkur aldur vísar til líkamlegrar hreysti einstaklings í samanburði við jafnaldra af sama kyni. ) og hegðað sér eins og 40 ára ( Félagslegur aldur endurspeglar menningarlegar og samfélagslegar væntingar um hvernig fólk eigi að hegða sér á tilteknum aldri. Félagslegur aldur gerir ráð fyrir tiltekinni hegðun við tilteknar aðstæður. ).
Aldurstengdar breytingar
Fólk þroskast með aldrinum. Eiginleikar eins og viska, stefnumarkandi hugsun og íhygli eflast ýmist eða koma fyrst í ljós þegar fólk eldist. Starfsreynsla og sérþekking fæst með aldri, hins vegar hrakar skynfærum okkar og líkamsburðum vegna hins náttúrulega öldrunarferlis.
Aldurstengdar breytingar á starfsgetu eru ekki einsleitar því ýmsir þættir hafa þar áhrif, t.d.:
- Umhverfisleg váhrif, þar með talin váhrif á vinnustað;
- Arfgeng tilhneiging til að fá sjúkdóma;
- Lífsstíll (næring, líkamsrækt, reykingar og áfengisneysla);
- Menntunarstig og félagshagfræðileg staða; og
- Kyn.
Í þessu felst að það getur verið umtalsverður munur á starfsgetu einstaklinga sem eru jafn gamlir.
Aldurstengdar breytingar og áhrif þeirra á vinnu
Hluti öldrunarferlisins eru breytingar á hæfni sem geta haft áhrif á starfsgetu (t.d. vöðvarýrnun, sjónmissir og húðþynning).
Næsta þema fjallar nánar um aldurstengdar breytingar og áhrif þeirra á vinnustaðnum. Fjallað verður um ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða lágmarka áhættu fyrir eldra starfsfólk og gefin dæmi um aðgerðir til að takast á við aldurstengdar breytingar á vinnustaðnum.