Hvað geta atvinnurekendur gert til að stuðla að heilbrigði á vinnustaðnum?

Worker

3: Heilsueflandi vinnustaðir

Hvað geta atvinnurekendur gert til að stuðla að heilbrigði á vinnustaðnum?

Sem fyrr segir þá ber vinnuveitanda þínum skylda til að skapa þér öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. En vinnuveitendur geta bætt um betur og stuðlað að heilbrigði á enn áhrifaríkari hátt - með heilsueflingu á vinnustað. Þetta þýðir einfaldlega að stuðlað er að heilbrigðum lífsstíl með heilsueflandi vinnuumhverfi og vinnuaðstæðum sem stuðla að heilbrigði. 

Dæmi um heilsueflingaraðgerðir vinnuveitenda eru m.a.:

  • Heilbrigðisfræðsla og þjálfun;
  • Reglulegar heilsufarsskoðanir;
  • Ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs, t.d. með sveigjanlegu vinnufyrirkomulagi (fjarvinnu); 
  • Stuðlað er að heilbrigðu mataræði, t.d. með því að bjóða upp á heilsufæði í mötuneytinu;
  • Stuðlað er að líkamsrækt, t.d. með því að setja upp sturtur svo starfmenn geti skokkað í hádegishléinu eða með styrkjum til að greiða fyrir íþróttaiðkun;
  • Stuðlað er að þróun í starfi; og
  • Boðið er upp á þjálfun í tímastjórnun.  

Ert þú með tillögur að heilsueflandi aðgerðum? Deildu þeim endilega með vinnuveitanda þínum og hvettu hann til að innleiða heilsueflingu á vinnustaðnum!

Hvað get ég gert til að halda heilsu þegar aldurinn færist yfir? (Næsti hluti).

Dæmi um áætlanir um heilsueflingu á vinnustað.