Hvað get ég gert til að halda heilsu þegar aldurinn færist yfir?

Worker

3: Heilsueflandi vinnustaðir

Hvað get ég gert til að halda heilsu þegar aldurinn færist yfir?

Mikilvægi heilbrigðs lífernis

Erfðaþættir hafa áhrif heilsuna og þeim verður ekki breytt. Hins vegar hafa fleiri þættir, t.d. mataræði og líkamsrækt, einnig áhrif og þar hefur þú val. 

Nokkur dæmi um hvernig lífsstíll hefur áhrif á heilsuna: 

  • Hreyfing kemur í veg fyrir þyngdaraukningu, lækkar blóðþrýsting og styrkir vöðva en vöðvastyrkur minnkar líkur á meiðslum;
  • Líkamsrækt minnkar áhættu á elliglöpum; og
  • Fólk sem fær ráðlagðan nætursvefn (sjö til níu tíma á nóttu) er hraustara, í betra formi og glímir síður við offitu eða annan heilsubrest miðað við þá sem sofa ekki nóg.

Samkvæmt Harvard Study of Adult Development, einni langvinnustu og yfirgripsmestu öldrunarrannsókn sem gerð hefur verið, skipta eftirfarandi þættir mestu máli til að halda heilsu þegar aldurinn færist yfir:

  • Að reykja ekki;
  • Aðlögunarhæfni og að ráða við streitu;
  • Að vera í kjörþyngd;
  • Regluleg hreyfing;
  • Sterk félagsleg tengsl; og
  • Að stunda nám.

Ráðleggingar fyrir þá sem vilja halda heilsu þegar aldurinn færist yfir 

Hollt mataræði, regluleg líkamsrækt og nægur svefn stuðlar að heilbrigði og vellíðan í starfi.

Ráðleggingar varðandi heilbrigðan lífsstíl eru meðal annars: 

  • Þeir sem stunda erfiðisvinnu (t.d. við það að lyfta, ýta eða bera þungar byrðar) hafa jafnmikið gagn af líkamsrækt og fólk sem stundar kyrrsetuvinnu.  
  • Þú skalt standa upp frá skrifborðinu og hreyfa þig á 20 mínútna fresti. Þetta styrkir ónæmiskerfið, minnkar hættu á offitu og hjálpar þér að takast á við streitu. 
  • Taktu þér almennilegt hádegishlé: farðu úr vinnunni, hreinsaðu hugann og njóttu hollrar máltíðar. Að standa upp frá skrifborði/vinnustöð og hreyfa sig minnkar hættu á stoðkerfisvandamálum (vegna kyrrsetu/óhollrar líkamsstöðu).