Hvað er heilsuefling á vinnustað?

OSH Professional

3: Heilsueflandi vinnustaðir

Hvað er heilsuefling á vinnustað?

Evrópska samstarfsnefndin um heilsueflingu á vinnustöðum hefur skilgreint heilsueflingu á vinnustöðum sem sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls sem miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að stöðugum þroska einstaklingsins. Heilsueflingu á vinnustöðum er ætlað að efla mannauð vinnustaða með bættri heilsu og líðan. 

Heilsuefling á vinnustað tekur m.a. til: 

  • Heilbrigðisfræðslu og þjálfunar;
  • Jafnvægis milli vinnu og einkalífs (félagsleg tengsl, velferð fjölskyldunnar, hvernig ferðast er til og frá vinnu);
  • Streitu og andlegrar líðanar; og
  • Lífsstíls (næring, líkamsrækt, reykingar og áfengisneysla).

Hlutverk sérfræðinga í vinnuvernd

Sérfræðingar í vinnuvernd gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að aðgerðir til að tryggja heilbrigði og vellíðan á vinnustað nái tilætluðum árangri. Brýnt er einnig að vinna náið með vinnuveitanda og mannauðsdeild í þessu samhengi.

Ávinningur af heilsueflingu á vinnustað (næsti kafli).