Ávinningur af heilsueflandi vinnustöðum

OSH Professional

3: Heilsueflandi vinnustaðir

Ávinningur af heilsueflandi vinnustöðum

Ávinningur af heilsueflingu fyrir starfsfólk er: 

  • Bætt heilsa og vellíðan;
  • Aukin starfsánægja;
  • Minni streita og betri tæki til að glíma við streitu; og
  • Meiri þekking á heilsuvernd og aukin geta til að hlúa að heilsunni. 

Heilsuefling á vinnustað er skilvirk þegar: 

  • Hún er tengd vinnuverndarráðstöfunum;
  • Aðgerðir eru byggðar á þarfagreiningu og ráðstafanir eru sniðnar að fyrirtækinu eða stofnuninni; og
  • Vinnuveitendur, starfsmenn og fulltrúar þeirra eru hafðir með í ráðum.

Samþætting vinnuverndar og heilsueflingar á vinnustað

Áður fyrr litu menn á vinnuvernd og heilsueflingu á vinnustað sem tvö ólík svið og töldu að heilsuefling á vinnustað fælist einkum í aðgerðum til að stuðla að heilbrigðum lífsstíl starfsfólks. Í dag spannar heilsuefling á vinnustað mun víðara svið sem tekur til ýmissa vinnuverndarmála, s.s. vinnuskipulags, og andlegrar og líkamlegrar heilsu.

Rannsóknir sýna að heildstæð stefna og framkvæmd sem tekur bæði á vinnuumhverfinu (vinnuvistfræðilegum þáttum og vinnuskipulagi) og einstaklingsbundinni heilsufarsáhættu starfsfólks er árangursríkt tæki til að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Tenging heilsueflingar við vinnuvernd bætir heilsuvernd á vinnustað, styrkir forvarnir og stuðlar að því að skapa heilsueflandi vinnustað.

Hér (tengill á fyrirmyndarverkefni) er að finna dæmi um áætlanir nokkurra fyrirtækja og stofnana um heilsueflingu á vinnustað sem tengd er vinnuvernd.