---> Vitsmunir
Lítilsháttar minnistap og hægara hugarstarf.Hugsanleg áhrif á starfsgetu
- Öflun upplýsinga, greining þeirra og nýting getur tekið lengri tíma en hjá yngra fólki.
- Áhrifin eru lítil þar sem reynsla og færni eldri starfsmanna vega upp á móti.
Vinnuverndaraðgerðir
- Starfsþjálfun og færniþróun alla starfsævina, óháð aldri.
- Tryggt að verkefni og vinnuumhverfi séu örvandi.
- Vinna skipulögð þannig að álag sé hvorki of mikið né of lítið.
- Komið í veg fyrir fjölverkavinnslu, ef kostur er.
- Aukinn tími gefinn milli verkþátta.
- Aukinn tími gefinn til ákvarðanatöku.