Umskiptin frá vinnu til starfsloka

HR Manager

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Umskiptin frá vinnu til starfsloka

Umskiptin frá vinnu til starfsloka eru einstaklingsbundið ferli. Fólk hættir störfum á ýmsum aldri og af ólíkum orsökum. Sumir fara í hlutastarf sem undanfara starfsloka en aðrir halda áfram störfum eftir að eftirlaunaaldri er náð. 

Starfslokaáætlun er nauðsynleg hvort sem starfsmaður vill hætta störfum eða er neyddur til þess. Starfslokaáætlun á að vera hluti af áætlun um starfsþróun en æskilegt er hvetja starfsmenn til skipuleggja starfslok nokkru áður en þau blasa við.  

Vinnuveitendur geta stutt eldri starfsmenn í gegnum umskiptin frá vinnu til starfsloka með ýmsum hætti, t.d. með því að:  

  • Byggja upp traust svo starfsmönnum finnist þeir geta rætt opinskátt um starfslok sín;
  • Leyfa starfsfólki að minnka smám saman við sig vinnu, t.d. með því að fækka vinnustundum eða með sveigjanlegum vinnutíma; og
  • Tryggja að starfsmenn viti að þeir fái stuðning og ráðgjöf um umskiptin frá vinnu til starfsloka.