Gagnlegir tenglar

Lýsa má starfsgetu sem jafnvæginu á milli líkamlegrar og andlegrar getu starfsmanns og starfstengdra krafna. Einkalífið hefur einnig áhrif á starfsgetu. Einstaklingsbundnir eiginleikar skiptast í eftirfarandi þætti: (1) heilsu og starfshæfi; (2) hæfni og færni; (3) gildi, viðhorf og áhugahvöt. Vinnutengdir þættir eru eðli starfsins, vinnuumhverfið, vinnuskipulagið og stjórnun á vinnustaðnum. (Heimildir)