Sveigjanlegur vinnutími

HR Manager

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Sveigjanlegur vinnutími

Sveigjanlegur vinnutími getur haft ávinning í för með sér fyrir bæði vinnuveitendur og starfsfólk. Vinnuveitandinn hefur hag af því að sníða vinnutíma að þörfum fyrirtækisins t.d. að fækka vinnustundum utan álagstíma og sveigjanlegur vinnutími getur hjálpað starfsmanni að samhæfa vinnu og einkalíf. 

Sveigjanlegur vinnutími er einnig góður kostur fyrir eldri starfsmenn sem annast  veikan maka eða þurfa að sækja tímafreka læknismeðferð. Sveigjanleiki gerir þeim kleift að samræma vinnu og einkalíf og minnka álag sem getur valdið streitu og fjarvistum.  

Hér að neðan er að finna gagnleg dæmi um sveigjanlegan vinnutíma:

  • Sveigjanleg vinnuplön, vinnutímar eru reiknaðir á ársgrundvelli og það að fleiri en einn starfsmaður gegnir sama starfi getur auðveldað starfsmanni að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs; 
  • Hlutastörf til að auðvelda umskiptin frá vinnu til starfsloka;
  • Talað er um sveigjanleg starfslok þegar starfsmenn hafa val um hvenær og hvernig þeir haga starfslokum sínum. Þetta getur falið í sér hvatningu til að fresta því að fara á eftirlaun eða að starfsmaðurinn heldur áfram að vinna en í hlutastarfi og fær skert eftirlaun. (Heimildir)

    (t.d. hlutastarf, eftirlaun með vinnu); og
  • Fjarvinna, vinna að heiman eða á vinnustöð sem er nær heimili minnkar álag vegna ferða til og frá vinnu og gerir starfsmönnum kleift að hvílast betur en ella.