---> Stoðkerfi (vöðvar, bein, liðir, liðbönd og sinar)

OSH Professional

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

---> Stoðkerfi (vöðvar, bein, liðir, liðbönd og sinar)

Skert hreyfigeta, stirðleiki, beinþynning.Hugsanleg áhrif á starfsgetu
  • Starfsmenn eiga erfiðara með störf sem krefjast fjölbreyttra hreyfinga.
  • Starfsmenn eiga erfiðara með störf sem krefjast þess að byrðar séu handleiknar.
  • Aukin hætta á stoðkerfissvandamálum þar sem eldra starfsfólk reynir hlutfallslega meira á sig.
  • Aukin hætta á beinbrotum.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Greint hvaða hópar eða einstaklingar eiga í erfiðleikum, t.d. með því að rekja verki og stoðkerfisvandamál til tiltekinna verkþátta eða vinnustöðva.
  • Einhæfum hreyfingum fækkað með því að starfsmenn skiptast reglulega á að gegna starfinu og tekin eru stutt hlé reglulega. 
  • Komið í veg fyrir að starfsmenn séu lengi í sömu stellingu (stöðug seta eða staða í sömu líkamsstöðu).
  • Starfið skipulagt þannig að það gefi kost á hreyfingu og mismunandi líkamsstöðu. Reynt að koma í veg fyrir miklar beygjur og aðrar hreyfingar sem reyna á liðina.
  • Tæki og tól henta verkinu og notandanum.

Vöðvarýrnun og minna þol (skerðing um u.þ.b. 20-40% frá 20 til 60 ára aldurs).
Hugsanleg áhrif á starfsgetu

  • Starfsmenn eiga erfiðara með að gegna störfum sem krefjast mikils líkamlegs styrks. 
  • Starfsmenn eiga erfiðara með störf sem krefjast þess að byrðar séu handleiknar.
  • Aukin hætta á stoðkerfisvandamálum þar sem eldra starfsfólk reynir hlutfallslega meira á sig.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Komið í veg fyrir stöðuga setu eða stöðu í sömu líkamsstöðu og reynt að blanda hreyfingu inn í verkþætti. 
  • Verkum sem krefjast þess að snúið sé upp á bolinn og lyft um leið fækkað. Tryggt að hlutum sé lyft úr mittishæð. 
  • Tryggja að verk séu unnin milli læra og axla (forðast beygjur og lyftur).
  • Lyftur eða önnur tæki nýtt til að lyfta þungum hlutum og minnka álag.
  • Tíðum, stuttum hléum fjölgað.
  • Vinnustaðurinn aðlagaður til að gera starfsmönnum kleift að athafna sig auðveldlega (auður gangvegur, aðgengileg geymsla og verkfæri).
  • Verkfæri með góðu gripi.
  • Verkfæri með löngum sköftum svo starfsmenn þurfi síður að bogra við verkin.
  • Leiðbeiningar og þjálfun varðandi lyftur, setu, stöðu, beygjur og teygjur.