Starfsgetulíkan

OSH Professional

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Starfsgetulíkan

Lykilþáttum sem hafa áhrif á starfsgetu eldra fólks má lýsa með fjögurra hæða „starfsgetuhúsi“. Þrjár fyrstu hæðir hússins lýsa einstökum eiginleikum: heilsa og virknigeta (fyrsta hæð), hæfni og færni (önnur hæð), gildi, viðhorf og hvati (þriðja hæð). Fjórða hæðin tekur til starfsins þ.e. hvað í því felst, vinnuumhverfis, vinnuskipulags og stjórnunar.

Lýsa má starfsgetu sem jafnvæginu á milli líkamlegrar og andlegrar getu starfsmanns og starfstengdra krafna. Einkalífið hefur einnig áhrif á starfsgetu. Einstaklingsbundnir eiginleikar skiptast í eftirfarandi þætti: (1) heilsu og starfshæfi; (2) hæfni og færni; (3) gildi, viðhorf og áhugahvöt. Vinnutengdir þættir eru eðli starfsins, vinnuumhverfið, vinnuskipulagið og stjórnun á vinnustaðnum. (Heimildir)

er jafnvægið á milli starfsins og einstakra eiginleika starfsmanns; þegar starfið og eiginleikar viðkomandi passa vel saman er starfsgetan góð. Stigar á milli hæða sýna að allar hæðir hússins tengjast. 

Lýsa má starfsgetu sem jafnvæginu á milli líkamlegrar og andlegrar getu starfsmanns og starfstengdra krafna. Einkalífið hefur einnig áhrif á starfsgetu. Einstaklingsbundnir eiginleikar skiptast í eftirfarandi þætti: (1) heilsu og starfshæfi; (2) hæfni og færni; (3) gildi, viðhorf og áhugahvöt. Vinnutengdir þættir eru eðli starfsins, vinnuumhverfið, vinnuskipulagið og stjórnun á vinnustaðnum. (Heimildir)

fólks er síbreytileg, hún þróast t.d. með aldrinum og alþjóðavæðing og tækninýjungar geta umbreytt störfum þannig að það hafi áhrif á starfsgetuna. Nauðsynlegt er að beina sjónum að öllum sviðum –  heilsu, virknigetu, hæfni og hvötum – þegar unnið er að því að tryggja starfsgetu alla starfsævina. Aðgerðir til að halda og efla starfsgetu krefjast virkar stjórnunar og samvinnu vinnuveitenda, stjórnenda, verkstjóra og starfsfólks.

Aðstæður utan vinnu hafa einnig áhrif á starfsgetu. Fjölskylda og nærumhverfi geta haft margvísleg áhrif á starfsgetu fólks og því er brýnt er að tryggja jafnvægi milli vinnu og einkalífs alla starfsævina. 

Samfélagið og rekstraumhverfið - innviðir, þjónusta og lagaumhverfið – skapa umgjörðina sem gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að viðhalda og efla starfsgetu starfsfólks.