---> Skynfæri

OSH Professional

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

---> Skynfæri

Breytingar á sjón: Verri nætursjón, erfiðara að greina á milli lita og meta fjarlægðir og hraða hluta á hreyfingu.Hugsanleg áhrif á starfsgetu
  • Áhrif á akstur að næturlagi. 
  • Starfsmenn eiga erfiðara með að skipta á milli bjartra til dimmra starfsstöðva.
  • Áhrif á getu til að lesa af blaði og á skífur og skjái.
  • Áhrif á getu til að sinna verkum sem krefjast mikillar nákvæmni.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Lýsing bætt til að skerpa skil milli hluta.
  • Sýnileg, skýr og auðlæsileg skilti. 
  • Blár litur, blár með grænu eða blár með svörtu ekki notaður í vinnuumhverfinu.
  • Staðbundin lýsing og verklýsing sem truflar ekki sjónsvið annarra – stillanleg ef hægt er. 
  • Skermar og sóltjöld til að dempa skært sólarljós. 
  • Ferðum starfsmanna milli bjartra og dimmra svæða fækkað.
  • Næturvöktum breytt í dagvaktir til að koma í veg fyrir akstur í myrkri. 
  • Boðið upp á sjónpróf eða starfsmenn hvattir til að láta prófa sjónina reglulega. 

Heyrnarskerðing, þ. á m. skert hátíðniheyrn og erfiðleikar við að greina upptök hljóða.
Hugsanleg áhrif á starfsgetu

  • Áhrif á almenn samskipti og skilning á fyrirmælum. Starfsmenn eru ekki eins vakandi fyrir hættum í vinnuumhverfinu, sérstaklega á hávaðasömum vinnustöðum.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Hávaðastýring í vinnuumhverfinu.
  • Hljóðdempandi byggingarefni.
  • Komið í veg fyrir bergmál á vinnustaðnum.
  • Til persónuhlífa telst allur búnaður (t.d. fatnaður, hjálmar, gleraugu), sem starfsmanni er gert að klæðast eða halda á, sér til verndar gegn einni eða fleiri hættum sem stefnt geta öryggi hans og heilsu í voða svo og allan viðbótar- eða aukabúnað sem ætlað er að þjóna þessu hlutverki. Persónuhlífar eiga að verja starfsmenn gegn líkamlegum og líffræðilegum hættum, hættu vegna rafmagns, hita og hættulegra efna og hættu vegna efnisagna í lofti. Nota skal persónuhlífar þegar ekki er hægt að komast hjá áhættu eða takmarka hana nægilega með tæknilegum ráðum sem veita almenna vernd eða með ráðstöfunum, aðferðum eða annarri tilhögun við skipulagningu vinnunnar. (Heimildir)

    fyrir alla starfsmenn óháð aldri og þeir hvattir til að nota þær. 
  • Tryggja að neyðarmerki séu skiljanleg öllum á vinnustaðnum; nota ljós- eða titrandi viðvörunarmerki til viðbótar við hljóðmerki.
  • Boðið upp á heyrnarpróf.
  • Stuðningur vegna kaupa á heyrnartækjum.

Breytingar á jafnvægisskyni.
Hugsanleg áhrif á starfsgetu

  • Aukin hætta á að starfsmönnum verði fótaskortur, þeir hrasi og detti.
  • Áhrif á slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn. 
  • Áhrif á byggingaverkamenn og aðra sem starfa í mikilli hæð.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Allar gönguleiðir vel lýstar. 
  • Lekar hreinsaðir strax svo gólf séu í góðu standi og ídræg efni notuð til að koma í veg fyrir að starfsmenn renni til. 
  • Stigar og misfellur merktar með sterkum litum. 
  • Tryggt að starf og geta fari saman –  það geta ekki allir unnið á stigum og verkpöllum.
  • Tryggt að leiðbeiningar og öryggisráðstafanir vegna vinnu í mikilli hæð séu þekktar og þeim fylgt.
  • Skór/stígvél með stömum botni.