Hvernig tengist öldrun vinnuvernd?

OSH Professional

1: Öldrun og vinna

Hvernig tengist öldrun vinnuvernd?

Öldrun Evrópubúa

Íbúar ESB hafa verið að eldast síðustu áratugina. Þetta er þróun sem á eftir að halda áfram. Grafið hér að neðan sýnir hvernig meðalaldur fólks hefur hækkað töluvert á síðustu árum og hvernig áætlað er að hann haldi áfram að hækka.

<p 

Sá aldur sem deilir mannfjöldanum í tvo jafnstóra hópa; það er, helmingur fólks er yngri og helmingur er eldri. (Heimildir)

: Miðgildi í ESB frá 1960 til 2060

Öldrun íbúanna helst í hendur við öldrun vinnuaflsins. Færra ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn en hlutfall eldra fólks (55-64 ára) af vinnuafli fer vaxandi.

Aldursamsetning vinnuafls (1990-2060)

Öldrun fylgja nýjar áskoranir í vinnuvernd

Fjölgun eldri starfsmanna á vinnumarkaði hefur áhrif á vinnuvernd: 

  • Lengri starfsævi gerir það að verkum að fólk er lengur útsett fyrir váhrifum á vinnustað og áhætta á atvinnutengdu heilsutjóni eykst (t.d. stoðkerfisvandamálum).
  • Lengri starfsævi gerir það einnig að verkum að fleiri starfsmenn glíma við langvinna sjúkdóma  (t.d. hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, öndunarfærasjúkdóma og sykursýki). Lesa meira.

Hækkandi aldur vinnuafls og síbreytilegt starfsumhverfi nútímans

Tækniþróun og alþjóðavæðing undanfarinna áratuga hefur gerbreytt vinnuumhverfinu og áhættu á vinnustað. Þeim fjölgar stöðugt sem gegna kyrrsetustörfum en kyrrseta og hreyfingarleysi geta leitt til margs konar heilsubrests, t.d. stoðkerfisvandamála, hjarta- og æðasjúkdóma og ákveðinna tegunda krabbameins. Enn fremur er

Með sálfélagslegri áhættu er átt við þætti sem orsakast af eðli vinnunnar, vinnuskipulagi, samskiptum og stjórnun og hafa neikvæð andleg eða félagsleg áhrif á einstaklinginn. Sálfélagslegir áhættuþættir eru t.d. starfstengd streita, ofbeldi og áreitni á vinnustað. (Heimildir)

aukin. Öldrun vinnuaflsins, tækninýjungar og alþjóðavæðing kalla þannig á umtalsverðar breytingar á vinnuvernd.

Vinnuvernd

Virk vinnuvernd alla starfsævina er nauðsynleg til að tryggja öryggi og heilbrigði starfsmanna í síbreytilegu starfsumhverfi nútímans. Forvarnir skipta sköpum og oft er nauðsynlegt að gera breytingar á vinnustaðnum til að bregðast við breyttri starfsgetu. Brýnt er að vinnuverndarstefna sem tekur mið af hækkandi aldri starfsfólks byggi á óhlutdrægum upplýsingum um öldrun og áhrif hennar á vinnumarkaðinn.

Mannauðsstjórnun þegar starfsfólk er á öllum aldri

Vinnustaðir eru aldursdreifðari en nokkru sinni fyrr.  Starfsfólk er gjarnan á ólíkum aldri, með ólíka reynslu, sjónarmið, gildi og hugmyndir og mismunandi þarfir og væntingar. Þekking á öldrun og þeim breytingum sem henni fylgja auðveldar stjórnendum að mæta þeim áskorunum sem fylgja eldra vinnuafli. 

Virk

Aldursstjórnun leggur áherslu á að tekið sé tillit til aldurs við daglega stjórnun, þar á meðal vinnuskipulag og verkefni einstakra starfsmanna svo allir, óháð aldri, geti náð eigin markmiðum og markmiðum fyrirtækisins. Aldurstjórnun á einnig við um allsherjarstefnumótun stjórnvalda varðandi eldra starfsfólk í kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum almennt.

Helstu þættir aldursstjórnunar eru:  

  • Áhersla á forvarnir frekar en að bregðast við þegar í óefni er komið;
  • Áhersla á alla starfsævina og alla aldurshópa, ekki aðeins eldri starfsmenn; og
  • Heildræn nálgun sem nær yfir alla þá þætti sem stuðla að skilvirkri aldursstjórnun. 

(Heimildir)

er nauðsynleg til að nýta styrk aldursdreifðs vinnuafls til fulls. Slík nálgun getur kallað á stefnubreytingar en vinnuveitendur sem gera sér ekki grein fyrir áhrifum öldrunar starfsfólks og þörfinni fyrir að bregðast við henni, stofna framleiðni og samkeppnishæfni fyrirtækisins í hættu.

Aldursstjórnun leggur áherslu á að tekið sé tillit til aldurs við daglega stjórnun, þar á meðal vinnuskipulag og verkefni einstakra starfsmanna svo allir, óháð aldri, geti náð eigin markmiðum og markmiðum fyrirtækisins. Aldurstjórnun á einnig við um allsherjarstefnumótun stjórnvalda varðandi eldra starfsfólk í kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum almennt.

Helstu þættir aldursstjórnunar eru:  

  • Áhersla á forvarnir frekar en að bregðast við þegar í óefni er komið;
  • Áhersla á alla starfsævina og alla aldurshópa, ekki aðeins eldri starfsmenn; og
  • Heildræn nálgun sem nær yfir alla þá þætti sem stuðla að skilvirkri aldursstjórnun. 

(Heimildir)

er mannauðsstjórnun sem leggur sérstaka áherslu á þarfir eldra starfsfólks. Aldurstjórnun er heildræn, fer þvert á kynslóðir og tekur mið af lífshlaupi hvers og eins. Vinnuvernd er órjúfanlegur hluti aldursstjórnunar (nánar um þetta í þema 2).

Hvað þurfum við að vita um öldrun? (Næsti kafli).