Hvaða áhrif hefur öldrun mannfjöldans á vinnumarkaðinn?

Worker

1: Öldrun og vinna

Hvaða áhrif hefur öldrun mannfjöldans á vinnumarkaðinn?

Evrópubúar eru að eldast

Evrópubúar eru að eldast; hlutfall eldra fólks vex hraðar en hlutfall yngri aldurshópa. Gert er ráð fyrir að árið 2080 verði einn þriðji af Evrópubúum 65 ára og eldri - tvöfalt fleiri en nú.  

Grafið hér að neðan sýnir hvernig meðalaldur fólks hefur hækkað töluvert síðustu áratugina og hvernig áætlað er að hann haldi áfram að hækka.

 

Sá aldur sem deilir mannfjöldanum í tvo jafnstóra hópa; það er, helmingur fólks er yngri og helmingur er eldri. (Heimildir)

: Miðgildi í ESB frá 1960 til 2060

Öldrun íbúanna helst í hendur við öldrun vinnuaflsins. Færra ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn en hlutfall eldra fólks (55-64 ára) af vinnuafli fer vaxandi.

 Aldursamsetning vinnuafls (1990-2060)

Eftir því sem  „eldra starfsfólki “ fjölgar á  vinnumarkaði þeim mun mikilvægara verður að huga að öldrun á vinnustað og áhrifum hennar á vinnu.  Eftirlaunaaldur hefur víða verið hækkaður og stjórnvöld leita leiða til að hjálpa fólki að haldast lengur í vinnu. Sífellt fleiri vinna fram á elliár og því skiptir stöðugt meira máli að tryggja heilbrigði á vinnustað.   

Lesa meira um öldrun (næsti hluti).