Hvað er aldursstjórnun?

OSH Professional

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Hvað er aldursstjórnun?

Aldursstjórnun leggur áherslu á að tekið sé tillit til aldurs við daglega stjórnun, þar á meðal vinnuskipulag og verkefni einstakra starfsmanna svo allir, óháð aldri, geti náð eigin markmiðum og markmiðum fyrirtækisins. Aldurstjórnun á einnig við um allsherjarstefnumótun stjórnvalda varðandi eldra starfsfólk í kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum almennt.

Helstu þættir aldursstjórnunar eru:  

  • Áhersla á forvarnir frekar en að bregðast við þegar í óefni er komið;
  • Áhersla á alla starfsævina og alla aldurshópa, ekki aðeins eldri starfsmenn; og
  • Heildræn nálgun sem nær yfir alla þá þætti sem stuðla að skilvirkri aldursstjórnun. 

(Heimildir)

er mannauðsstjórnun sem leggur sérstaka áherslu á þarfir eldra starfsfólks. Aldurstjórnun er heildræn, fer þvert á kynslóðir og tekur mið af lífshlaupi hvers og eins.

Ólíkir fletir aldursstjórnunar

Myndin hér að neðan sýnir ýmsa þætti aldursstjórnunar. Hér að neðan er stutt lýsing á þessum þáttum, auk tengla þar sem finna má nánari upplýsingar.

 

  • Ráðning: Ráðningarferlar sem leggja áherslu á færni og reynslu, forðast aldursmismunun og stuðla að aldursdreifingu. Lesa meira.
  • Þekkingaryfirfærsla, þjálfun og

    Símenntun er öll sú menntun, jafnt formleg sem óformleg, sem fólk aflar sér á ævinni. Símenntun er spannar vítt svið -  nám af öllu tagi, sveigjanlegt, fjölbreytt og í boði á mismunandi stað og tíma.  Símenntun stuðlar að aukinni þekkingu og færni sem er forsenda ánægju í starfi og lífsfyllingar almennt. (Heimildir)

    :
    Starfsmenn á öllum aldri skulu eiga kost á þjálfun og geta uppfært þekkingu sína og færni. Þetta er sérlega mikilvægt þegar starfsvenjum er breytt eða ný tækni innleidd. Lesa meira.
  • Starfsþróun: Starfsþróun á að vera í fyrirrúmi alla starfsævina - til að tryggja að færni og geta starfsmannsins nýtist ávallt í starfi. Lesa meira.
  • Sveigjanlegur vinnutími: Sveigjanlegur vinnutími verður að taka mið af ólíkum þörfum allra aldurshópa og bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Lesa meira.
  • Heilsuefling á vinnustað: Bætir skipulag og starfsumhverfi, eflir persónulega færni starfsfólks og starfsþróun og hvetur það til þátttöku. Lesa meira.  
  • Öryggi og heilbrigði á vinnustað: Aldurstengt áhættumat og aðlögun á vinnustað til að tryggja öryggi og heilbrigði stafsfólks á öllum aldri. Lesa meira.
  • Starfsskipti: Vinnufyrirkomulag þar sem starfsfólk flyst skipulega milli tveggja eða fleiri starfa. Lesa meira.
  • Starfslok og umskiptin frá vinnu til starfsloka: Stuðningur við skipulagningu starfsloka. Lesa meira

Næsti kafli fjallar um vinnuvernd sem hluta af

Aldursstjórnun leggur áherslu á að tekið sé tillit til aldurs við daglega stjórnun, þar á meðal vinnuskipulag og verkefni einstakra starfsmanna svo allir, óháð aldri, geti náð eigin markmiðum og markmiðum fyrirtækisins. Aldurstjórnun á einnig við um allsherjarstefnumótun stjórnvalda varðandi eldra starfsfólk í kjarasamningum og vinnumarkaðsmálum almennt.

Helstu þættir aldursstjórnunar eru:  

  • Áhersla á forvarnir frekar en að bregðast við þegar í óefni er komið;
  • Áhersla á alla starfsævina og alla aldurshópa, ekki aðeins eldri starfsmenn; og
  • Heildræn nálgun sem nær yfir alla þá þætti sem stuðla að skilvirkri aldursstjórnun. 

(Heimildir)

og aldurstengt áhættumat og aðlögun á vinnustað.