---> Blóðrásarkerfi og öndunarfæri

OSH Professional

2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

---> Blóðrásarkerfi og öndunarfæri

Súrefnisupptaka minnkar um u.þ.b. 10% á hverjum áratug (minni hjartaafköst, minnkuð hámarksöndunargeta og -upptaka súrefnis við líkamlega áreynslu).Hugsanleg áhrif á starfsgetu
  • Starfsmenn eiga erfiðara með að gegna störfum sem krefjast mikils líkamlegs álags. 
  • Eldra starfsfólk þreytist vegna þess að það reynir hlutfallslega meira á sig. 

Vinnuverndaraðgerðir

  • Boðið upp á búnað til að minnka erfiðisvinnu.
  • Starfólki leyft að taka tíð, stutt hlé.
  • Starfsfólki leyft að vinna á eigin hraða.
  • Tryggt að starfsfólk fái tíma til að jafna sig eftir álag.
  • Reglulegt heilsufarseftirlit.

Stjórnun líkamshita verður erfiðari.
Hugsanleg áhrif á starfsgetu

  • Starfsmenn þola síður mikinn hita og mikinn kulda.
  • Starfsmenn eiga erfiðara með að venjast breytingum á hitastigi.
  • Starfsmenn eru viðkvæmari fyrir ofkælingu og sólsting.

Vinnuverndaraðgerðir

  • Dregið úr váhrifum hita eða kulda, eins og hægt er.
  • Reynt að koma í veg fyrir erfiðisvinnu við heitar, rakar og kaldar aðstæður.
  • Aðgangur tryggður að kældum/upphituðum hvíldarsvæðum þegar unnið er í hita/kulda.
  • Boðið upp á nóg af drykkjarvörum til að starfsmenn ofþorni ekki.
  • Starfsfólki sem vinnur í miklum hita leyft að vinna á eigin hraða.
  • Tryggja að

    Til persónuhlífa telst allur búnaður (t.d. fatnaður, hjálmar, gleraugu), sem starfsmanni er gert að klæðast eða halda á, sér til verndar gegn einni eða fleiri hættum sem stefnt geta öryggi hans og heilsu í voða svo og allan viðbótar- eða aukabúnað sem ætlað er að þjóna þessu hlutverki. Persónuhlífar eiga að verja starfsmenn gegn líkamlegum og líffræðilegum hættum, hættu vegna rafmagns, hita og hættulegra efna og hættu vegna efnisagna í lofti. Nota skal persónuhlífar þegar ekki er hægt að komast hjá áhættu eða takmarka hana nægilega með tæknilegum ráðum sem veita almenna vernd eða með ráðstöfunum, aðferðum eða annarri tilhögun við skipulagningu vinnunnar. (Heimildir)

    verji alla starfsmenn sem þeirra þurfa og að þær passi á bæði konur og karla.
  • Reglulegt heilsufarseftirlit.