Um rafræna tólið | Dangerous Substances e-tool | EU-OSHA
Home EU-OSHA logo
EU logo
Vinnuvernd er allra hagur ÁHÆTTUMAT EFNA Á VINNUSTAÐ

Um rafræna tólið

Þetta rafræna tól um hættuleg efni veitir yfirlit um öryggis- og heilsuhættur sem tengjast hættulegum efnum og efnavörum á vinnustöðum fyrirtækis þíns. Þú færð sérsniðnar ráðleggingar, sem byggjast á upplýsingum frá þér, hvernig þú temur þér góð vinnubrögð, gerir viðeigandi ráðstafanir og fylgir viðkomandi regluverki. Ef þú grípur til ráðlagðra aðgerða dregurðu samstundis úr hættunni sem stafar af hættulegum efnum og efnavörum á vinnustaðnum.


Þetta rafræna tól um hættuleg efni og efnavörur frá Vinnuverndarstofnun Evrópu (e. EU-OSHA) er ætlað að styðja fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SME) og fyrirtæki sem búa ekki yfir sérstakri þekkingu á þessum málefnum, við stýringu á hættulegum efnum á vinnustaðnum. Tilgangur tólsins er að vera gott hagnýtt verkfæri til að auka vitneskju um hættuleg efni og gera það eins auðveld og hægt er fyrir fyrirtæki og starfsfólk að meta aðstæður og grípa til aðgerða sem draga úr hættu.


Þetta verkfæri er byggt á vel heppnuðu verkfæri, KEMIGuiden frá PREVENT, samtökum aðila vinnumarkaðarins í Svíþjóð. EU-OSHA er mjög þakklátt PREVENT fyrir að gera stofnuninni kleift að fá að nýta þeirra hæfni og reynslu og fyrir stuðninginn við þróun verkfærisins.


Rafræna tólið getur hjálpað þér að bæta öryggi og heilsu í fyrirtæki þínu og vinnustöðum. Þegar þú svarar spurningunum færðu ráðleggingar sem eru sérsniðnar að þínum aðstæðum. Ef þú grípur til þeirra góðu vinnubragða sem verkfærið leggur til dregur þú úr hættunni sem tengist hættulegum efnum á vinnustaðnum. Verkfærið veitir líka upplýsingar um hvaða lög og reglugerðir eiga við fyrir þig og hvernig þú getur fylgt þeim.