VISSIR ÞÚ AÐ...?

Yngri starfsmenn lenda oftar í slysum en þeir sem eldri eru. Hins vegar hljóta eldri stafsmenn alvarlegri meiðsl þegar þeir slasast á annað borð og dauðaslys meðal þeirra eru tíðari.
Árið 2014 var hæsta atvinnuhlutfall fólks á aldrinum 55-64 ára í ESB að finna í Svíþjóð (74,0%), þar á eftir fylgdu Þýskaland (65,5%) og Eistland (64,0%). Atvinnuþátttaka 55–64 ára á Íslandi er sú mesta í OECD - 83,9% árið 2015.
Gert er ráð fyrir að á næstu 50 árum muni Evrópubúum á vinnualdri fækka um nær 42 milljónir (sem jafngildir nær öllum Spánverjum).
Helstu áskoranir sem starfsmenn eldri en 55 ára glíma við í Evrópu eru: Fá tækifæri til símenntunar, neikvæðar staðalímyndir af hálfu yngri samstarfsmanna og að fá ekki að minnka við sig vinnu smátt og smátt.
Nær einn af hverjum fimm starfsmönnum eldri en 50 ára telur sig verða ófæran um að sinna sama starfi þegar 60 ára aldri er náð.
Meira en 60% fimmtugs fólks og eldra telur sig aldrei hafa verið í betra formi.
close
Heimildir
  • Milieu: WP1 State-of-the-Art-Review for Safer and Healthier Work at Any Age, 2015;
  • Eurobarometer: Active Ageing Report, 2012;
  • ESF Age: EAF Age Network Working Group I Report: Good Practice Examples on Sustainable Employability and Workability drawn from across Europe, 2012;
  • European Commision: Population ageing in Europe - -Facts, implications and policies, 2014;
  • J.O. Crawford et al.: The Health Safety and Health promotion Needs of Older Workers, 2010.