2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

2
Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Hvað get ég gert til að stuðla að öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum?

Vinnuveitendum er lagalega skylt að ráðfæra sig við starfmenn eða fulltrúa þeirra varðandi öll álitamál sem tengjast öryggi og heilbrigði á vinnustað. Starfsmenn eða fulltrúar þeirra eiga rétt á að bera fram tillögur og trúnaðarmenn, öryggistrúnaðarmenn og öryggisnefndir á því að fara fram á að vinnuveitandinn geri viðeigandi úrbætur til að minnka hættu fyrir starfsfólk og fjarlægja áhættuvalda. 

Gott væri ef þú tækir þátt í áhættumatsferlinu og ákvarðanatöku varandi úrbætur og nauðsynlega aðlögun á vinnustaðnum. 

Bent á áhættu í starfinu 

Áhættumatsferlið gefur þér og samstarfsfólki þínu tækifæri til að deila reynslu ykkar varðandi:

  • Vinnuumhverfið; 
  • Vinnuskipulagið; 
  • Aðra þætti sem gefa haft áhrif á öryggi og heilbrigði; og
  • Lausnir til að koma í veg fyrir eða minnka áhættu.

Það er einnig mikilvægt að þú ræðir reglulega við yfirmann þinn eða öryggisfulltrúa um skoðanir þínar og hugmyndir um umbætur á  vinnustaðnum.

Dæmi um fyrirmyndarverkefni.

Næsta þema fjallar um áhrif lífsstíls á heilbrigði.