Dæmi um fyrirmyndarverkefni

Lesa meira
Deila
Af 600 starfsmönnum framleiðslufyrirtækis eru 20% eldri en 57 ára. Framleiðsluferlið krefst gríðarlegrar sérhæfingar sem gerir ráðningu og þjálfun nýrra starfsmanna kostnaðarsama. Fyrirtækið innleiddi mentoraáætlun til að tryggja samfelldni í framleiðslunni, minnka starfsmannaveltu og halda dýrmætri færni og reynslu í fyrirtækinu.
Starfsmenn saumastofu með 3000 manns í vinnu kvörtuðu undan starfinu og starfsumhverfinu. Mikið var um einhæfar hreyfingar sem ollu augnþreytu og váhrif voru af völdum hávaða og titrings. Þetta hafði slæm áhrif á afurðirnar sem leiddi til kvartana frá viðskiptavinum. Fyrirtækið ákvað að taka á vandanum með því að bæta vinnuumhverfið.
Hjá litlu byggingafyrirtæki glímdi stór hluti starfsmanna við heilsubrest vegna þess álags sem fylgdi mikilli erfiðisvinnu útivið. Þar sem starfsmennirnir voru að reskjast héldu meiðsli og hreyfi- og stoðkerfisvandamál þremur af hverjum tíu starfsmönnum reglulega heima og í veikindaleyfi. Stjórnendur fyrirtækisins urðu að bregðast við.
Meirihluti starfsmanna hjá málarafyrirtæki eru eldri en 55 ára. Þar sem miklar fjarvistir eru vegna veikinda og þar sem starfsmenn fóru snemma á eftirlaun stóð fyrirtækið frammi fyrir skorti á starfsfólki. Stjórnendur fyrirtækisins komust í raun um að þeir þyrftu að innleiða áætlun um aldursstjórnun til að styðja eldri starfsmenn sína.
  • Engar fleiri niðurstöður