2: Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

2
Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa
 

Öldrun öryggi og heilbrigði á vinnustað

Réttur til öruggs og heilsusamlegs vinnuumhverfis

Þú átt rétt á að starfa við öruggar og heilsusamlegar vinnuaðstæður og án þess að verða fyrir mismunun vegna aldurs, kyns eða fötlunar (estu meira). Vinnuveitanda þínum ber lagaleg skylda til að gera  sérstakt áhættumat og áætlun um heilsuvernd og forvarnir. 

Í þessu felst að taka verður tillit til aldurstengdra breytinga á starfhæfni við áhættumatið og gera úrbætur í samræmi við niðurstöður þess sem og eftirfylgni að úrbótum loknum.

Öldrun og áhættumat

Sérstaklega ber að skoða eftirfarandi áhættuþætti við áhættumat vegna vinnu eldri starfsmanna:

  • Vinnuvistfræðilegar hættur s.s. vegna einhæfra hreyfinga, verka þar sem byrðar eru handleiknar, óheppilegrar, óþægilegrar líkamsstöðu og kyrrsetu;
  • Vaktavinnu;
  • Hita, kulda, hávaða og titring á vinnustað; og
  • Vinnu í mikilli hæð.

Lestu meira um áhættumat hér.

Á grundvelli áhættumatsins gæti vinnuveitandi þurft að breyta  vinnustaðnum til að koma til móts við skerta getu og heilsubrest starfsfólks.

Dæmi um aðlögun á vinnustað:

  • Breytingar á fyrirliggjandi búnaði eða kaup á nýjum til að koma í veg fyrir eða minnka að byrðar séu handleiknar, til að fækka einhæfra og erfiðum hreyfingum og til að koma í veg fyrir óheilnæma líkamsstöðu;
  • Stillanlegar vinnustöðvar sem henta notendum á öllum aldri;
  • Starfsmenn skiptast á að vinna tiltekin verk;
  • Reglulegir eða einhæfir verkþættir eru gerðir sjálfvirkir;
  • Breyting á vaktakerfi; og
  • Stillanleg innanhúslýsing.

Hér (vinnuverndarhluti) má lesa nánar um aldurstengdar breytingar á starfsgetu, hugsanlegum áhrifum þeirra og hvernig vinnuvernd getur nýst í þessu samhengi. 

Hvað get ég gert til að stuðla að öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum? (Næsti hluti).