Kerfishluta stofnunarinnar er falið að annast vinnslu persónuupplýsinga

Andrew Smith, yfirmaður samskipta og stöðuhækkana

Tilgangur vinnslunnar

Tilgangurinn með vinnslunni er að stofna reikninginn þinn, tölvupóstfangið sem sent var og nafnið er geymt á netþjónum okkar á landsvæði ESB.

 

Tegund gagna í vinnslu

Nafn og eftirnafn

Tölvupóstfang

 

Lagagrundvöllur

Reglugerð ráðsins (EB) 2062/94 frá 18/07/1994 um stofnun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, ásamt síðari breytingum.

 

Lögmæti vinnslunnar

Úrvinnslan byggist á 5. grein (a) í Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsri för slíkra upplýsinga (hér eftir, reglugerð (EB) 45/2001).

 

Viðtakendur gagna

Aðgangur að persónuupplýsingum er veittur á grundvelli hlutverks og starfsábyrgðar þátttakenda (meginreglan um nauðsyn þess að hafa aðgang að þessum upplýsingum):

  • Löglega tilnefndu starfsfólki Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar - EU-OSHA
  • Utanaðkomandi þjónustuveitanda sem hýsir og viðheldur vefþjóni Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar
  • Lögfræðideild, starfsmannadómstóli Evrópusambandsins, Evrópsku persónuverndarstofnuninni, Evrópuskrifstofunni um aðgerðir gegn svikum (OLAF), umboðsmanni Evrópusambandsins, Endurskoðunarréttinum, þjónustu innri endurskoðunar, ef svo á við.

Einungis samstarfsmönnum, verktökum og starfsfólki stofnunarinnar er heimilt að skrá sig inn, í þeim eina tilgangi að vinna við vefsvæðið

Allir ofangreindir viðtakendur falla undir Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 45/2001 frá 18. desember 2000 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Bandalagsins á persónuupplýsingum og frjálsri för slíkra upplýsinga. Evrópska vinnuverndarstofnunin - EU-OSHA mun ekki greina þriðja aðila frá persónuupplýsingum. Evrópska vinnuverndarstofnunin - EU-OSHA mun ekki greina frá persónuupplýsingum vegna beinnar markaðssetningar í atvinnuskyni.

 

Smákökur

Vefsvæði Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar - EU-OSHA safnar ekki tölfræðigögnum frá notendum sem hafa skráð sig inn. Samt sem áður kemur vefsíðan fyrir smákökum tímabundið fyrir hverja setu í hvert sinn sem þú heimsækir síðuna.. Þeim verður eytt þegar þú lýkur setunni. Flestum kökum er komið fyrir við innskráningu, til þess að koma í veg fyrir að þú þurfir að rita notandanafnið þitt (eða lykilorð valkvætt) við næstu heimsókn. Þær geymast í 30 daga. Þú getur eytt kökunum eftir notkun ef þú ert á opinberri vél og vilt ekki sýna notendum vélarinnar í framtíðinni notandanafnið þitt. (Ef svo er, skaltu hreinsa skyndiminni vafrans líka). Kökur innihalda ekki persónuupplýsingar um þig og ekki er hægt að nota þær til þess að auðkenna ákveðinn notanda.

Þessi vefsíða notar Piwik hugbúnað til þess að búa til veftölfræði, sem er hýstur í heild sinni á miðlurum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar - EU-OSHA, sem staðsettir eru í Evrópusambandinu. Piwik geymir smákökur á tölvunni þinni en engum persónuupplýsingum er safnað. Nafnlaust auðkenni heimilar piwik að auðkenna setuna þína en þetta auðkenni hefur enga þýðingu fyrir aðra og ekki er hægt að nota það til þess að auðkenna notandann.

Ef þú vilt ekki að Evrópska vinnuverndarstofnunin - EU-OSHA fylgist með þér í gegnum Piwik, getur þú valið að heimila ekki Piwik með því að smella á reitinn fyrir neðan.

Vefsíðan notar líka Google Analytics, vefgreiningarþjónustu á vegum Google, Inc (Google).. Google Analytics notar smákökur, sem eru textaskrár sem komið er fyrir á tölvunni þinni, til þess að aðstoða EU-OSHA við að greina hvernig notendur nota vefsíðuna.

Upplýsingarnar, sem smákökurnar búa til, um notkun þína á vefsíðunni (engum persónuupplýsingum er safnað) eru sendar og geymdar af Google á miðlurum í Bandaríkjunum. Google notar upplýsingarnar til þess að meta notkun þína á vefsíðunni, við að búa til skýrslur um vefsíðunotkun fyrir rekstraraðila vefsíðna og til þess að bjóða upp á aðra þjónustu í tengslum við vefsíðustarfsemi og Netnotkun.

Google kann einnig að miðla upplýsingunum til þriðja aðila þegar slíkt er skylt samkvæmt lögum eða þar sem slíkir þriðju aðildar vinna upplýsingarnar fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP töluna þína við önnur gögn sem Google geymir.

Þú getur neitað að nota smákökur með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum þínum, athugaðu þó að ef þú gerir slíkt kann að vera að þú getir ekki nýtt þér alla virkni vefsíðunnar. Með notkun vefsíðunnar veitir þú samþykki fyrir vinnslu Google á gögnum um þig með þeim hætti og tilgangi sem nefnt er að ofan.

Kökur innihalda ekki persónuupplýsingar um þig og ekki er hægt að nota þær til þess að auðkenna ákveðinn notanda.

Ef þú vilt ekki að Google Analytics geti fylgst með þér, þá getur þú notað vafratól Google til þess að koma í veg fyrir það.

Réttindi aðila

Aðilar eiga rétt á að fá aðgang að, leiðrétta og loka fyrir upplýsingar sínar (þegar um er að ræða ónákvæmni gagna), óska eftir ógildingu þeirra og mótmæla vinnslu þeirra varðandi mál sem séð er fram á í 13., 14., 15., 16. og 18. grein reglugerðar (EB) 45/2001.

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir varðandi söfnun, vinnslu eða notkun á persónuupplýsingunum þínum skaltu hafa samband við okkur í gegnum: information@osha.europa.eu, þar sem tilvísun inniheldur m.a. orðið „gagnavernd“.

Upplýsingar um geymslutíma gagna

Gögnin verða geymd hjá stofnuninni eins lengi og slíkt er nauðsynlegt til þess að búa til ónafngreindar tölfræðilegar tilkynningar.

Öryggisráðstafanir

Við gerum viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang að, eða óheimilaðri breytingu á, birtingu eða eyðingu gagna. Þar undir fellur innri endurskoðun á gagnasafni okkar, geymsla og vinnsla og öryggisráðstafanir, meðal annars viðeigandi dulkóðun á samskiptum og öryggisráðstafanir til þess að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að kerfum okkar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar.

Beiðni um upplýsingar

Varðandi frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga geta aðilar sent beiðni til starfsmanns Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar á tölvupóstfangið: dpo@osha.europa.eu.

Málskot til EDPS - Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar

Aðilar eiga rétt á að skjóta máli sínu til Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar: http://www.edps.europa.eu, kunni þeir að telja að vinnsla gagna sé ekki í samræmi við reglugerð bandlagsins (EB) 45/2001.